Nýjustu fréttir

Samstöðufundur um kjarajafnrétti mánudaginn 24. október á Austurvelli klukkan 15:15

Samtök launafólks og samtök kvenna hvetja konur til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli, kl. 15:15 undir kjörorðinu KJARAJAFNRÉTTI STRAX!

Helgi Grímsson sviðstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíku hvetur stjórnendur starfsstöðva SFS til að gera sem flestum konum kleift að taka þátt í göngunni, þar sem því verður með nokkru móti við komið. Við í Sólborg viljum taka þátt í þessum samstöðufundi og beinum því óskum okkar til ykkar foreldra (helst feðra) að sækja börn sín fyrir kl. 14.30 þennan dag eftir því sem kostur er.

Sjá nánari upplýsingar á íslensku og ensku - http://kvennafri.is/kvennafri/

 

SMT upprifjun og kennsla skólafærnireglna

Mánudaginn 17. október hefjum við upprifjun skólafærnireglna hjá eldri árgöngum leikskólans ( börn fædd 2011 og 2012) og hefjum innlögn reglnanna hjá þeim yngri. Þessi tími er mjög skemmtilegur í leikskólanum. Börnin læra reglurnar saman og æfa sig í þeim. Þau fá síðan hin svokölluðu bros sem þau safna saman á sólir sem eru inni á stofunum. Þetta gerum við á hverju hausti því það eru alltaf nýjir nemendur sem bætast í hópinn. Við byrjum á því að læra yfirreglurnar tvær. Þær eru:

hendur faetur hjaser

 vera virk tillitsom1

 

 

 

 

 

 

Kennsluáætlun skólafærnireglna haust 2016pdf yngri og pdfeldri

Bleikur dagur í Sólborg 14. október

Í tilefni af Bleikum október ákváðum við að mæta í bleikum fötum í dag. Börn og starfsfólk sýndu þessu mikinn áhuga og var kaffistofan okkar skreytt hátt og lágt.  Það voru Þær Lovísa Halldórsdóttir og Unnur Eir Björnsdóttur hönnuðir og gullsmiðir sem unnu hugmyndasamkeppni sem var haldin af Krabbameinsfélaginu í samstarfi við Félag Íslenskra gullsmiða í apríl síðastliðnum um hönnun slaufunnar 2016 og lýsa þær formi hennar þannig; “Bleika slaufan 2016 táknar stuðningsnetið sem mikilvægast er þeim konum sem greinast með krabbamein - fjölskyldan og samfélagið

Hér er hægt að lesa meira um átaksverkefnið https://www.bleikaslaufan.is/?gclid=CJrzk_Hv2c8CFU-eGwodkQEIdA

 Image result for bleika slaufan 201614724385_10154006505252253_6306697001121378795_n.jpg

Alþjóðlegur dagur kennara 5. október

Alþjóðadagur kennara hefur verið haldinn hátíðlegur um árabil. Þann dag vekja Alþjóðasamtök kennara og milljónir kennara um allan heim athygli á kennarastarfinu og gera kröfur um umbætur í menntamálum. Yfirskrift dagsins í ár er metum kennara að verðleikum – styrkjum stöðu þeirra.

Leikskólakennarar í Sólborg skelltu í vöflur í tilefni dagsins og buðu samstarfsfólki sínu. waffles

Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa er 2. október.

IMG 0420 SmallÍ gær 2. október var alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa.  Okkar þroskaþjálfar mættu í dag með köku á kaffistofuna í tilefni dagsins. Á kökunni var mynd af stubbunum að segja Halló. Til hamingju með daginn.

Frá vinstri: Drífa, Signý, Sæja, Magnea og Kolla.

Slökkviliðið heimsótti Víðistofubörnin

IMG 1994IMG 1988

 

 

 

 

 

 

Föstudaginn 30. september heimsótti slökkvilið höfuðborgarsvæðisins börnin á Víðistofu. Tveir slökkviliðsmenn komu og fræddu börnin um viðbrögð við eldsvoða og þeim kennd aðferð til að læra símanúmerið 112. Aðferðin er einn munnur, eitt nef og tvö augu.  Börnin fóru með verkefni með sér heim þ.e. þau áttu að kanna hvort reykskynjarar og annar öryggisbúnaður væri á heimilum þeirra. Að lokinni kynningunni fengu þau að skoða slökkviliðsbíl og heyra í sírenu hans og sjá blikkljósin.

Norskir leikskólakennaranemar hjá okkur í október

Mánudaginn 4. október hefja tveir norskir nemar verknám sitt í Sólborg. Þær verða á Lerkistofu og Víðistofu í fjórar vikur. Það er ánægjulegt að fá til okkar norska nema sem vilja kynna sér hvernig íslenskir leikskólar eru. Þær eru á þriðja ári og munu sækja tíma í Háskóla Íslands einu sinni í viku á meðan á dvöl þeirra stendur.  

Breyttur opnunartími í Sólborg

Frá og með 1. október 2016 verður breyting á opnunartíma leikskólans. Leikskólinn opnar klukkan 7:45 og lokar klukkan 16:30.  Sama fyrirkomulag verður og áður að við opnum á Birkistofu og lokum á Víðistofu.

Skoða fréttasafn