Nýjustu fréttir

Norræni rafmagnsdagurinn 23. janúar

Hjá Veitum er fjallað um veiturnar með einhverjum hætti á hverju ári. Þemadagar eru haldnir um rafmagn, heitt vatn o.s.frv. 

Norræni rafmagnsdagurinn er 23.janúar ár hvert og var ákveðið að vera með rafmagnslausan dag í leikskólum. Markmiðið er að börnin átti sig á hvað rafmagn er stór þáttur í daglegu lífi okkar og hvað það veitir okkur mikil lífsgæði. 

Lesa >>


Víðistofa fór í öryggisgöngu um leikskólann

það voru vaskir öryggisverðir sem fóru um leikskólann og könnuðu aðstæður varðandi brunavarnir í leikskólanum. Við erum þátttakendur í verkefninur Logi og Glóð fræða leikskólabörn. Elsti árgangur leikskólans tekur þátt í verkefninu og kemur slökkviliðið í heimsókn til okkar og kynnir verkefnið og fá börnin að skoða slökkviliðsbíl. Sú heimsókn var til okkar síðast liðið haust. Markmið verkefnisins er að:

Lesa >>


Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við þökkum gott samstarf á árinu sem er senn að líða og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á nýju ári.

Lesa >>


Græn jól og áramót

Starfsfólk Landverndar var að minna okkur á að njóta "grænna jóla".  Umhverfisstofun gefur okkur góð ráð um hvernig við getum minnkað umhverfisáhrif jólanna.  Á vef Umhverfisstofnunar má finna þessi góðu ráð.

Lesa >>


Ljósaferð í lundinn vikuna 12. - 19. desember

Ljósaferð í Lundinn. Í þriðju viku af desember og mánudaginn 19. desember förum við í ljósaferð í Lundinn (við Skógarhúsið).

Lesa >>

Skoða fréttasafn