Nýjustu fréttir

Sólborg fékk Hvatningarverðlaun Skóla-og frístundaráðs 2016

13265844 10153663613987253 324378556306511379 nhvatningarverdlaunsfs 12013265965 10153663613912253 2760243334219931143 n

 

 

 

 

 

Hvatningarverðurlaun Skóla- og frístundaráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur föstudaginn 27. maí 2016. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á því gróskumikla skóla- og frístundastarfi sem fram fer í Reykjavík. Verðlaunin eiga að veita starfsfólki jákvæða hvatningu og stuðla að nýbreytni- og þróunarstarfi. Tjáning, sjálfstraust, læsi, fjöltyngi og þjónusta við heyrnarlaus og heyrnarskert börn var þema verðalaunaverkefnanna og viðurkenningar voru veittar fyrir þverfaglegt samstarf milli skólastiga og forvarnir í nærsamfélaginu. Verðlaunin voru álft, lóa og spói (útskornir fuglar eftir Ingibjörgu H. Ágústsdóttir listakonu í Stykkishólmi.  www.bibi.is ).

Sólborg fékk verðlaunin að þessu sinni fyrir verkefnið Ráðgjafarskóli vegna heyrnarlausra og heyrnarskertra barna.  Verkefnið Ráðgjafarskólinn hefur vaxið á undanförnum árum og hefur ráðgjöf mest verið veitt til leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hefur verið um símaráðgjöf til leikskóla á landsbyggðinni að ræða ásamt því að starfsfólk leikskóla utan af landi hafa komið í ráðgjöf í leikskólann. Ráðgjafinn Regína Rögnvaldsdóttir á skilið að hennar starf hjá Reykjavíkurborg sé metið. Hún hefur einnig verið ötul við að veita ráðgjöf vegna hljóðvistar í leikskólum. Til hamingju með Hvatningarverðlaunin.

Fréttina má einnig lesa á vef Reykjavíkurborgar sjá hér

Útskriftardagur elstu barnanna fædd 2010

Það var notaleg stund í salnum í dag þegar elstu börnin útskrifuðust. Þau hafa flest hver verið hjá okkur síðast liðin 3-4 ár. Sum byrjuðu leikskólagönguna á Lerkistofu eða Víðistofu og önnur hafa komið inní hópinn á leiðinni. Öll hafa þau staðið sig svo vel og eru nú að ljúka fyrsta skólastiginu. Þau hafa lært margt í gegnum leikinn s.s. samvinnu, umbuðarlyndi, samábyrgð, vináttu og margt fleira. Þau fluttu fyrir okkur Þúsaldarljóð bræðranna Sveinbjörns I. og Tryggva M. Baldvinssona og hlutu mikið og gott lófaklapp fyrir. Til hamingju öll með þennan áfanga.

 

 IMG 5200

Nýr bæklingur um öryggi barna í bílum - Frá Samgöngustofu

Samgöngustofa var að útbúa nýjan rafrænan bækling um öryggi barna í bílum.  Sjá hér

Skipulagsdagur 6. júní

Næsti skipulagsdagur leikskólans er 6. júní og er hann sameiginlegur með öllum skólunum í hverfinu.  Þá er lokað í leikskólanum. Daginn munum við nýta vel í sí- og endurmenntun starfsfólks. Auk þess endurmetum við vetrarstarfið og leggjum grunn að næsta skólaári.

Fréttir úr skóla- og frístundastarfi

Nýtt fréttabréf Skóla- og Frístundasviðs  vorið 2016 er komið út. Sjá hér

Sérfræðingar frá Evrópu að kynna sér nám án aðgreiningar

Til okkar kom níu manna sendinefnd á vegum European agency for special needs and invlusive education. Hópinn er samansafn sérfræðinga frá níu löndum og vinna þau saman í evrópuverkefninu Inclusion in early childhood education. Til Íslands eru þau kominn til að kynna sér hvernig við vinnum í námi án aðgreiningar.  Hópurinn heimsótti einnig leikskólann Múlaborg.  Óskað var eftir því að fá kynningu á stefnu í leikskólamálum og framkvæmd hennar út frá sjónarmiðum mismunandi hagsmunaaðila. Hópurinn hitti stjórnendur, sérkennslustjóra, deildastjóra, þroskaþjálfa og foreldra. 

IMG 0267IMG 0269

Sveitaferð 10. mai 2016

Foeldrafélag Sólborgar stendur fyrir sveitaferð fyrir starfsfólk, börnin í Sólborg og fjölskyldur þeirra. Farið verður á bæinn Grjóteyri í Kjós. Á bænum eru kýr, kindur, geitur og hestar ásamt leiktækum fyrir börnin. Góð aðstaða er bæði inni og úti til þess að setjast niður, borða og leyfa börnunum að leika sér. 

Þetta árið förum við með rútu frá leikskólanum klukkan 09:00 og áætluð heimkoma er klukkan 13:00. Verð fyrir foreldra og aðra aðstandendur er 1500kr.  Heimsóknargjald er 500kr á mann ef þið komið á einkabílum.

 Grillaðar verða pylsur í hádeginu.

Við hvetjum sem flesta til að mæta og gera sér glaðan dag í góðum félagsskap. Skráning er á blöðum við stofudyr og fer fram til 6. maí.

Dagur umhverfisins 24. apríl

Í tilefni af degi umhverfisins höfðum við umhverfisnefndarfund með börnunum í tveim elstu árgöngunum. Fundurinn var haldinn í salnum og var hann mjög fróðlegur. Við fræddumst um umgengni við náttúruna og sérstaklega um trén sem eru á lóðinni okkar.  Trjálfarnir, fræðsluefni frá Sorpu, var sýnt og eru þeir álfar fyndnir og börnin skemmtu sér vel við áhorfið.  Sjöfn kynnti okkur fyrir nýjum Bangsa sem ætlar að fara á milli deilda með bakpoka en í bakpokanum er alls konar fræðsluefni sem við getum nýtt okkur. Börnin komu með nokkrar hugmyndir að nafni á bangsann og munum við vinna aðeins betur með það. Nafnið kynnum við síðar. Eftir fundinn fórum við öll út og týndum upp rusl á lóðinni og aðeins í kringum leikskólann. Dugnaðarbörn.

IMG 5021 SmallIMG 5022 Small

IMG 1649 - AfritHér er fræðsluefnið frá Sorpu um Trjálfana

 

Skoða fréttasafn