Nýjustu fréttir

Grænfáninn í fjórða sinn

Í dag 1. desember 2016 tókum við á móti fjórða Grænfánanum. Börn og starfsfólk hafa unnið vel í umhverfismálum. Í umsögn frá starfskonu Skóla á grænni grein kemur fram að leikskólinn Sólborg er flottur skóli á grænni grein. Skólinn einkennist af mjög faglegu starfi þar sem einstaklingbundið nám og skóli án aðgreiningar er fléttað í allt starf skólans. Við afhendingu fánans í dag sagði Margrét börnunum að þau væru í hópi 50.000 íslenskra barna sem tækju þátt í því að passa jörðina okkar.  Til hamingju.

 

graenfani 2016 006 Smallgraenfani 2016 007 Smallgraenfani 2016 008 Smallgraenfani 2016 009 Smallgraenfani 2016 010 Smallgraenfani 2016 011 Small

Lesa >>


Starfsáætlun desembermánaðar

Í desember víkjum við frá hefðbundinni stundaskrá og megináhersla þessa tímabils verður að skapa aðstæður fyrir góða og notalega samveru. Við styrkjum samkennd með fjölda sameiginlegra viðburða.

Lesa >>


Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hvetur skóla og aðrar stofnanir til að huga að því að nota 16. nóvember, eða dagana þar í kring, til að setja íslenska tungu sérstaklega í öndvegi.

Lesa >>


Grunnskólakennaranemar á Víðistofu

Vikuna 31. október til 4. nóvember hafa verið hjá okkur tveir grunnskólakennaranemar frá HÍ sem eru í námskeiði sem heitir á mótum leik- og grunnskóla. Það er nauðsynlegt að taka vel á móti nemum og alltaf gaman að hafa þá í leikskólanum.

Lesa >>


Dagur gegn einelti 8. nóvember

Við viljum benda á að 8. nóvember er dagur gegn einelti. Sviðstjóri SFS hvetur alla starfsstaði skóla- og frístundasviðs til að beina áherslum sínum á mikilvægi vinsamlegra samskipta, virðingar, samkenndar og ábyrgðar.

Lesa >>

Skoða fréttasafn