Nýjustu fréttir

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Á þessum árstíma er gaman að sjá gróðurinn breytast, krókusa og aðra lauka kíkja upp úr moldinni ásamt fíflum og sóleyjum. Einnig fara börnin í léttari fatnað og sumarleikir aukast.

sumar1

Lesa >>


Erasmusverkefnið fundar á Íslandi

EU flag Erasmus vect POSNú er komið að því að fundað verður á Íslandi í Erasmusverkefninu okkar, Autistic child in a mainstram class: resources for school staff to promote fully inclusive learning process þ.e. kennsla einhverfra barna í skóla án aðgreiningar. Dagana 24. til 26. apríl verður hópurinn á Íslandi.  Fulltrúar frá Eistlandi, Lettlandi, Slóvakíu og Wales koma til okkar. Dagskráin er í grófum dráttum þannig að 24. apríl verðum við í Sólborg fyrir hádegið og fylgjumst með öllu starfi leikskólans og förum í heimsókn í Klettaskóla eftir hádegið. Miðvikudaginn 25. apríl verður fundað á skrifstofu Skóla- og frístundasviðs um framgang verkefnisins, farið yfir niðurstöður úr könnun meðal starfsfólks skólanna og rædd næstu verkefni. Við fáum til okkar fulltrúa frá Félagi einhverfra sem kynnir þeirra starf. Fimmtudaginn 26. apríl fer hópurinn saman út fyrir borgina og skoðar íslenska náttúru ásamt því að heimækja Sólheima í Grímsnesi.

Lesa >>


Skipulagsdagur 13. apríl - lokað í Sólborg

Skipulagsdaginn 13. apríl er lokað í Sólborg. Við ætlum að sameina skipulagsdag og vorferð starfsfólks. Ferðinni er heitið austur fyrir fjall og þar heimsækjum við leikskólann Undraland í Hveragerði. Þau eru í nýju húsnæði og vinna samkvæmt hugmyndafræði Bandaríska heimspekingsins John Dewey. Einkunnarorð Dewey eru: Learning by doing. Það er gaman að sjá hvað önnur sveitafélög eru að gera í leikskólamálum. Námskrá leikskólans Undralands er hér.   Heimasíða leikskólans er hér.

 

Lesa >>


Dagskrá foreldrafélagsins vorið 2018

Hér er dagskrá vorsins:

• 26. apríl verður skólamyndataka í Sólborg. Að þessu sinni verða aðeins teknar hópmyndir og hægt verður að nálgast þær á skolamyndir.is

• 24. maí er sveitaferð á Hraðastaði. Farið verður með rútum sem foreldrafélagið greiðir fyrir. Gert er ráð fyrir að stoppa í 1 1/2 klst. Einungis er um heimsókn að ræða og því borða börnin hádegismatinn sinn í leikskólanum og fara svo í hvíld.

• 21. júní verður sumarhátíð á Sólborg. Bestu kveðjur, Lena formaður

Lesa >>


Dagur einhverfunnar - blár dagur

Klæðumst bláu í skólann og vinnuna föstudaginn 6. apríl og styðjum þannig börn með einhverfu. Vitundar- og styrktarátakið BLÁR APRÍL fer fram í fimmta sinn og föstudaginn 6. apríl 2018 verður BLÁI DAGURINN haldinn hátíðlegur. Átakið miðar að því að fræða og upplýsa almenning um einhverfu og auka þannig skilning, viðurkenningu og samþykki á því sem er “út fyrir normið”. Því öll erum við einstök og höfum okkar styrkleika og veikleika og það á við um einhverfa eins og alla aðra. Einhverfa er alls konar!

Lesa >>

Skoða fréttasafn