Nýjustu fréttir

Öskdudagur

Leikskólinn Sólborg hélt upp á öskudaginn í dag með formlegum hætti, þar sem börn og starfsfólk mættu í búningum.

Tvö ár eru síðan öskudagurinn var haldinn hátíðlegur síðast og var mikil kátína hjá börnum þegar dansað var í salnum og kötturinn sleginn úr tunnunni. Tunnan var í formi ostar en hann hafði greinlega staðið lengi í beru lofti, því hann var harður og erfitt að slá í gegnum. Á endanum tókst það og fengu börnin rúsínupakka í verðlaun.

Hér gefur að líta á nokkrar mynd af þeim skrautlegu og skemmtilegu búningum sem börnin klæddust.

2021.02.17_-_Öskudagur_2021_1.jpg2021.02.17_-_Öskudagur_2021_15.jpg2021.02.17_-_Öskudagur_2021_14.jpg2021.02.17_-_Öskudagur_2021_11.jpg

2021.02.17_-_Öskudagur_2021_7.jpg2021.02.17_-_Öskudagur_2021_4.jpg

Lesa >>


Dagur íslenska táknmálsins

Fimmtudagurinn 11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins.

Þetta er í níunda sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur. Okkar framlag til dagsins eru ýmis konar myndir af börnum Sólborgar að tákna leikskólatengda hluti, eins og sjá má í gluggum leikskólans. Einnig munu börnin, hver á sinni deild, læra litarím á táknmáli og syngja í tilefni dagsins: https://is.signwiki.org/index.php/Litar%C3%ADm_fyrir_krakka

Við í Sólborg fögnum þessum degi og hvetjum foreldra og aðstandendur barnanna til að læra og tileinka sér þær kveðjur á táknmáli sem við notum dagsdaglega eins og Góðan dag, Takk fyrir daginn og Sjáumst á morgun. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra starfrækir þekkingarbrunninn SignWiki um íslenskt táknmál. Þar er hægt að finna ýmsan fróðleik, m.a. orðabók þar sem hægt er að fletta upp þúsundum tákna. Þar er einnig einnig að finna alls konar barnalög á táknmáli og við hvetjum foreldra og aðstandendur til að skoða  þau með börnunum: https://is.signwiki.org/index.php/Lagalisti.

Áhugavert innslag um táknmál var í síðasta þætti af Landanum á RÚV og hvetjum við alla til þess að horfa á það.

Til hamingju með daginn :)

Lesa >>


Sjöfn lætur af störfum

Hún Sjöfn Sigsteinsdóttir hefur lokið störfum í leikskólanum Sólborg.

Hún hóf störf hér árið 1995 og vann því í Sólborg í 26 ár. Það verður mikill missir fyrir starfsfólk og börnin hér í Sólborg að hún hverfi af braut. Sjöfn er mikil útivistarmanneskja og hefur í störfum sínum kennt börnum og starfsfólki að bera virðingu fyrir umhverfinu, m.a. hvernig við meðhöndlum gróður og flokkum rusl.

Sjöfn hefur starfað inn á deildum sem sérkennari og hefur unnið mest með börnum, sem hafa farið í kuðungsígræðslu. Þar hefur hún kennt þeim íslensku. Við látum fylgja með nokkrar myndir af Sjöfn í leik og starfi.

Kærar kveðjur frá öllum okkur í Sólborg.

SS.jpg2010.30.01_-_Tónlistarhátíð_14.jpg6_geiturnar_7_049.jpgIMG_1747.JPG

Lesa >>


Minningarorð um Ragnheiði Þóru

Ragnheiður Þóra Kolbeins, aðstoðarleikskólastjóri í Sólborg lést 27. desember 2020. Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Starfsfólk Sólborg mun eiga saman minningarstund í leikskólanum, þegar jarðarför Röggu verður.

Ragnheiður starfaði í Sólborg frá útskrift sinni úr Fóstruskólanum 1994 og vann ætíð að mikilli ástríðu og heilum hug að leikskólanum. Störf Röggu, sem einn af frumbyggjum Sólborgar, er samofið sögu skólans og andi hennar mun lifa áfram með okkur í borg sólarinnar.

Sólborg hóf starfsemi í júlí 1994 í nýju húsnæði staðsettu í vestanverðri Öskjuhlíðar með Fossvogskirkju á vinstri hönd. Friður hvílir yfir staðnum og innan skólans eru hvorki múrar milli barna né fullorðinna. Fjórum árum eftir að skólinn tók til starfa var leikskólahluta Vesturhlíðaskóla lokað og hann fluttur yfir á Sólborg. Leikskólinn varð þar með sérhæfður leikskóli fyrir íslenska táknmálið.

Ragga var einn stofnanda og aðstoðarleikskólastjóri Sólborgar. Ásamt Jónínu Konráðsdóttur, fyrrverandi leikskólastjóra, vann hún metnaðarfullt uppbyggingarstarf samkvæmt hugmyndafræði heiltækrar skólastefnu. Þær störfuðu af alúð og nákvæmni að því að bjóða fötluðum börnum uppeldi og nám við hlið ófatlaðra jafnaldra í samræmi við meginmarkið skólans. Til að ná slíkum gæðum í starfi skóla þarf að vera til staðar löngun til að gera vel og sýna fram á að hægt er að ná árangri.

Við í Sólborg, sem störfuðum með Röggu í langan tíma, munum kappkosta við það að starfa af sömu ástríðu og leggja okkur öll fram við að halda merkjum hennar á lofti. Sólborg kveður í dag með söknuði frumkvöðul Sólborgar, sem setti leikskólann í 1. sæti, þannig að við sem störfuðum með henni, gátum starfað með heils hugar með börnunum.

Góða ferð elsku Ragga okkar, við sjáumst síðar.

Myndir á heimasíðu 1Myndir heimasu 5Myndir heimasu 3Myndir á heimasíðu 4Myndir heimasu 2

Lesa >>


Regína gerð að heiðursfélaga

Sérkennslustjóri Sólborgar, hún Regína okkar, hefur verið gerð að heiðursfélaga í Félagi sérkennara á Íslandi. Hún Regína er mjög vel að þessum heiðri komin. Regína hefur unnið í Sólborg frá árinu 1995, eftir að hafa lokið námi í leikskólasérkennslu og hefur verið ötul við að vinna að sérkennslumálum í Sólborg og einnig í öðrum leikskólum á Íslandi. Hún sinnir ráðgjafastarfi og hefur haldið margar kynningar á því hvernig best er að starfa með börnum í leik. Regína hefur verið ötul talskona í málefnum döff barna og annarra heyrnarskertra barna.

Þrír fulltrúar frá Félagi Sérkennara mættu í Sólborg rétt fyrir hádegi í dag, fimmtudaginn 26. nóv, og veittu henni blómvönd og viðurkenningarskjal með heiðursnafnbótinni. Regína vissi ekkert um tilefnið og var því skiljanlega mjög glöð, og eilítið hrærð, þegar hún tók við nafnbótinni. Við tilnefninguna var tekið fram að Regína væri iðin og sérstaklega dugleg við að halda tengslum við deildarstarfsemina, með þátttöku sinni í leik barnanna.

Innilegar hamingjuóskir Regína frá öllum okkur í Sólborg 😊

2004.06.25 10 ára afmæli Sólborgar 72004.06.25 10 ára afmæli Sólborgar 72004.06.25 10 ára afmæli Sólborgar 72004.06.25 10 ára afmæli Sólborgar 72004.06.25 10 ára afmæli Sólborgar 72004.06.25 10 ára afmæli Sólborgar 72004.06.25 10 ára afmæli Sólborgar 7

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Sólborg - Sími: 411 - 3480

Reynistofa: 411-3485  // GSM: 664-9011
Víðistofa: 411-3486 // GSM: 664-9017
Furustofa: 411-3487 // GSM: 664-9018
Birkistofa: 411-3488 // GSM: 664-9009
Lerkistofa: 411-3489 // GSM: 664-9008