Nýjustu fréttir

Bóndadagur 25. janúar

Bóndadagurinn er 25. janúar. Við höfum haft þá hefð að bjóða til okkar frá klukkan 8:00 - 9:00 í morgunmat eða morgunkaffi karlkyns aðstandendum barnanna í leikskólanum. Við hlökkum til að sjá sem flesta þennan föstudagsmorgun. Minnum á bílastæði við Fossvogskirkjugarð og stuttan göngutúr.

Lesa >>


Grænfáninn í fimmta sinn

IMG 7090 SmallIMG 7085 SmallVið tókum á móti fimmta Grænfánanum í lok árs 2018. Það var mikil ánægja í starfsmannahópnum með það auk þess sem börnin voru líka spennt. Við munum einbeita okkur að nýjum áherslum/markmiðum næstu tvö árin þau eru í flokkunum, pdfLandslag og átthagar og pdflífbreytileiki.

Lesa >>


Skipulagsdagar vorannar og sumarlokun 2019

Skipulagsdagar vorannarinnar eru þrír. 7. febrúar, 1. mars og 3. júní. Sumarlokun 2019 er 10. júlí til 7. ágúst. Leikskólinn opnar aftur miðvikudaginn 8. ágúst.

Lesa >>


Gleðileg jól og farsælt komandi ár

IMG 7191 copy grande1Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.  Það verður rólegt hjá okkur á milli jóla- og nýjárs. Leikskólinn opnar á nýju ári 2. janúar 2019 og við hlökkum til að hitta ykkur öll þá.

Lesa >>


Jólaballið

jolaballJólaballið var haldið í dag og gekk það alveg ljómandi vel. Börnin sungu hátt og snjallt með öllum jólalögunum og voru svo dugleg að ganga í kringum jólatréð. Hurðaskellir heimsótti okkur og börnin léku með honum leikritið um Þyrnirós. Hann var með stóran poka með sér og í honum var glaðningur handa öllum.

Lesa >>

Skoða fréttasafn