Nýjustu fréttir

Gleðilega páska

Við óskum ykkur gleðilegra páska og vonum að þið njóðið frísins sem best. Leikskólinn opnar aftur þriðjudaginn 23. apríl.

paskaliljur

Lesa >>


Seglar um skjátíma barna

Segull um skjátíma barna er gerður af frumkvæði foreldrafélaga í Breiðholti með stuðningi SAMFOKS, Reykjavíkurborgar og styrktaraðila. Markmiðið með seglinum er að auka vitund fjölskyldna um skjátíma og skapa umræðu innan veggja heimilisins. Segulinn er ekki töfralausn heldur tæki sem fjölskyldur geta notað til að ræða um og mynda ramma utan um skjánotkun allra í fjölskyldunni. Athöfn verður í Tjarnarsal Ráðhússins 12. apríl þar sem segullinn verður afhentur. Öll grunn- og leikskólabörn fá segulinn með sér heim þann dag. Einnig var útbúin heimasíða um verkefnið á vefslóðinni www.skjatimi.is

 

skjatimi

Lesa >>


Hvatningarvika SMT

smtHvatningarvika SMT með starfsfólki og börnum verður haldin 8. - 12. apríl 2019. Við munum hafa SMT reglur og annað tengt SMT hugmyndafræðinni, meira áberandi. Starfsfólk mun taka þátt í Hrósleik og þá reynir á að allir hrósi á uppbyggilegan hátt og í tengslum við SMT hvatninguna. Við ætlum að vera í litríkum fötum einn daginn og eru það litirnir gulur, rauður, grænn og blár, litirnir sem príða SMT skólafærni fánann. Föstudaginn 12. apríl verður skrúðganga um nágrenni Sólborgar í útivistartímanum kl 10:00 - 11:00. Dagskránna má lesa í heild sinni docxhér.

 

Lesa >>


Dagur einhverfunnar 2. apríl 2019

Þriðjudaginn 2. apríl 2019 er blár dagur. Styrktarfélag barna með einhverfu hefur ákveðið að tileinka daginn einhverfu og hvetja alla til að klæðast einhverju bláu. Á facebook síðunni þeirra er hægt að sjá ýmsar upplýsingar. Sjá hér

Lesa >>


Tröllaþema myndlistasýning og leiksýning

Frá því í janúar höfum við verið að vinna með Tröllaþema í leikskólanum. Ýmislegt hefur verið á dagskrá í skapandi starfi, máluð málverk af tröllum, föndruð tröll úr verðlausu efni, börnin hafa búið til leirtröll og steinatröll. Við höfum einnig verið að lesa bækur um tröll og syngja söngva sem eru um tröll. Starfsfólk ætlar að vera með leiksýningu fyrir börnin í næstu söngstund 3. apríl og sýna leikritið Geiturnar þrjár.  3. - 5. apríl verða verk barnanna til sýnis í salnum.

Lesa >>

Skoða fréttasafn