Nýjustu fréttir

Aðalfundur foreldrafélags Sólborgar

Aðalfundur foreldrafélags Sólborgar verður haldinn þriðjudaginn 8. október 2019 kl. 16:30 í sal leikskólans. Hann er ætlaður öllum foreldrum og forráðamönnum barna leikskólans.

Dagskrá fundarins verður:

1. Kynning skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2018-2019.

2. Kynning og samþykki skýrslu um fjármál félagsins fyrir starfsárið 2018-2019.

3. Kjör stjórnar fyrir starfsárið 2019-2020.

4. Önnur mál.

Fundartími er áætlaður 60 mínútur. Vinsamlegast látið vita ef panta þarf túlkaþjónustu fyrir fundinn.

Foreldrar og forráðamenn er ekki komast á fundinn geta boðið sig fram til stjórnarstarfa með því að senda tölvupóst á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 8. október nk.

Allir foreldrar og forráðamenn eru hvattir til þess að sækja fundinn.

 

Lesa >>


Haustkynningar

photo 1477414348463 c0eb7f1359b6

Kæru foreldrar.

Nú þegar aðlögun nýrra barna er að ljúka og starfið að komast á fullt skrið er komið að hinum árlegu haustkynningum stofanna.

Um er að ræða klukkutíma kynningu milli kl. 9 og 10 þar sem hver stofa fer yfir skipulag, áherslur og markmið vetrarins.

Kynningarnar verða í þessari röð:

Reynistofa mánudaginn 23. september.

Víðistofa þriðjudaginn 24. september.

Furustofa miðvikudaginn 25. september.

Lerkistofa fimmtudaginn 26. september.

Birkistofa föstudaginn 27. september.

 

Hlökkum til að sjá ykkur og til samstarfsins í vetur.

Starfsfólk Sólborgar.

Lesa >>


Gjöf frá Bryndísi Guðmundsdóttur, talmeinafræðingi og samstarfsaðilum.

Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur gaf á dögunum öllum leikskólum á Íslandi námsefnið, Lærum og leikum með hljóðin, sem hún þróaði eftir margra ára rannsóknir og reynslu af því að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki skóla.

læ
 Lærum og leikum með hljóðin kennir framburð hljóða, hljóðavitund og bókstafi, þjálfar hljóðkerfisþætti, eykur orðaforða og hugtakaskilning, auk þess að gefa fyrirmynd að setningagerð og mörgum málfræðiþáttum íslenskunnar. 


Við í Sólborg höfum notað þetta kennsluefni frá því það kom fyrst út og reynsla okkar af því mjög góð.


Samhliða gjöfinni til leikskóla gefur Bryndís foreldrum kost á því að kynna sér og nýta efnið með börnum sínum.

1. Smáforrit Raddlistar alls 5 íslensk forrit verða opin án kostnaðar fyrir allar barnafjölskyldur frá 15. júlí 2019 fram í septemberlok. Sjá hér
2. Vefnámskeið með fræðslu til foreldra og skóla verða opin í gegnum Vimeo og fylgja gjöfinni. Sjá hér 
Aðgangsorð: namskeid25301
3. Fjöldu myndbanda á Youtube rásinni (laerumogleikum) útskýrir nánar hvernig á að nota efnið. Þar er meðal annars að finna vefnámskeið um notkun smáforritanna. 

Við hvetjum ykkur til að nota þetta frábæra tækifæri og kynna ykkur efnið.

 

Lesa >>


Skipulagsdagar 2019 - 2020

Skipulagsdagar næsta vetar 2019 - 2020 verða eftirfarandi.

16. september 2019

6. nóvember 2019- sameiginlegur í hverfinu ATH BREYTT DAGSETNING

17. febrúar 2020 - sameiginlegur í hverfinu

22. apríl og 24. apríl 2020 - starfsfólk fer í námsferð til útlanda

8. júní 2020 - sameiginlegur í hverfinu

 

Lesa >>


Þjóðlaga tvíeykið Varaþytur í heimsókn

varathytur2 SmallÍ gær kom þjóðlaga tvíeykið Varaþytur í heimsókn til okkar í Sólborg. Tvíeykið skipa Jón Arnar og Heiðrún Vala en þau eru í skapandi sumarstarfi á vegum Hins Hússins í Reykjavík. Þau klæddust þjóðbúningum, spiluðu á gamalt hljóðfæri sem heitir langspil og sungu gömul þjóðlög við góðar undirtektir hjá börnunum. Takk fyrir okkur.

 

Lesa >>

Skoða fréttasafn