Nýjustu fréttir

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember ár hvert

Dagur íslenskrar tungu er 16. nóvember og reyna skólar að halda upp á hann með einhverjum hætti. Elstu tveir árgangar leikskólans fá heimsókn frá höfundum bókarinnar Drekinn innra með mér en það er bók sem fjallar um tilfinningar og mikilvægi þess að ræða um það hvernig okkur líður og að læra að hlusta. Þetta er í fyrsta sinn sem bók kemur út á íslensku og íslensku táknmáli á sama tíma.  Sjá meiri upplýsingar docxhér.

Yngri börnin á Lerkistofu, Birkistofu og Furustofu koma saman í salnum og verður lesin fyrir þau saga og myndum varpað uppá vegg.

Í ár verður opnuð ný upplýsingarveita þegar nýyrðabankinn fer í loftið. Markmið með þeirri síðu er að hvetja til aukinnar nýyrðasmíðar og skapandi notkunar tungumálsins.  Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu erpdf hér.

Lesa >>


Skipulagsdagur 12. nóvember

Skipulagsdagur er 12. nóvember og þá er lokað í leikskólanum. Við fáum til okkar Önnu Steinsen frá KVAN. Hún hefur mikla reynslu af því að ræða við starfsmannahópa um það hvernig áhrif við getum haft á umhverfi okkar í leik og starfi á daginn. Auk þess hefur hún fjallað um jákvæð samskipti á vinnustöðum.  Við munum einnig nota daginn í skipulagningu jóladagskrár og skipulagningu vorannarinnar.

Lesa >>


Gjöf frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu

oryggisvestiSlysavarnarfélagið Landsbjörg var að hefja aftur átakið "Allir öryggir heim" og gafu leikskólum sem það vildu endurskinsvesti fyrir börnin. Vestin eru eingöngu merkt 112. Við þökkum kærlega fyrir okkur og getum nú endurnýjað þau sem eru orðin lúin. 

Lesa >>


Kvennafrí 2018 - Kvennaverkfall

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu klukkan 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli kl:15:30 undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu.  Við viljum hvetja ykkur foreldrar, helst feður, til að sækja börnin ykkar tímanlega þennan dag svo starfsfólk geti tekið þátt í göngunni. Sjá auglýsingu pdfhér.

Lesa >>


Skipulagsdagur 19. október

Starfsfólk leikskólans mun sækja ráðstefnuna Flæði, hugarástand í leik og starfi þennan dag. Ráðstefnan er haldin af leikskólanum Rauðhól og er ætluð öllum sem hafa áhuga á uppeldi og góðum starfsanda. Mjög áhugaverðir fyrirlesarar eru á dagskránni og er Prof. Mihály Csíkszentmihályi einn þeirra, Doktor Nuszpl Judit Ágnes annar og svo Guðrún Snorradóttir sérfræðingur í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Dagskráin er jpgHér. Umfjöllun á mbl https://www.mbl.is/fjolskyldan/frettir/2018/10/11/slokktu_a_raftaekjum_og_sjadu_hvad_gerist/

Lesa >>

Skoða fréttasafn