Nýjustu fréttir

Aðalfundur foreldrafélagsins

Stjórn foreldrafélags Sólborgar boðar til aðalfundar félagsins næstkomandi miðvikudag þann 20. október 2021 frá klukkan 17-18. Fundurinn mun fara fram á kaffistofu Sólborgar. Ykkur verður sendur boð á miðvikudaginn með hlekk á fundinn.

Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnarstarfa eða vilja færa fram tillögu en komast ekki á fundinn geta sent tölvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eigi síðar en fyrir lok dags 19. október nk.

Dagskrá fundarins verður:

  1. Kynning skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2020-2021.
  2. Kynning og samþykki skýrslu um fjármál félagsins fyrir starfsárið 2020-2021.
  3. Kjör stjórnar fyrir starfsárið 2021-2022.
  4. Önnur mál.

Vinsamlegast látið vita ef panta þarf túlkaþjónustu fyrir fundinn.

😊       Allir foreldrar og forráðamenn eru hvattir til þess að sækja fundinn             😊

Með kveðju,

Stjórn foreldrafélags Sólborgar

Lesa >>


Valan app

Valan app

Foreldrar geta sótt Völu appið í GSM síma. Fyrir forráðamenn barna í leikskólum þá er Völu appið upplýsingaapp. Þarna geta forráðamenn séð tilkynningar og fréttir frá leikskólanum, sent og tekið á móti skilaboðum, séð matseðla og atburðadagatal leikskólans. 

Á appinu er einnig hægt að finna upplýsingar um það hvernig börnin þeirra sváfu og borðuðu hvern dag. Venjan hefur verið að setja þetta upp á blað sem hangir í gluggum eða í forstofu deildanna. Góð viðbót er einnig að geta séð þetta í appinu og eru foreldrar hvattir til þess að kynna sér þennan valmöguleika. Í framtíðinni munu þessi blöð hverfa af vettvangi leikskólans.

Þá er einnig eiginleiki þar sem hægt er að skrá veikindi barna þann dag eða til að tilkynna um jóla- og vetrarfrí. Og annað hvaðeina sem hjálpar stjórnendum við skipulagningu leikskólans.

Það er aðeins foreldri með sama lögheimili (fjölskyldunúmer) sem fær sjálfkrafa aðgang að appinu. Það foreldri getur þó gefið hinu foreldrinu aðgang. Það er gert í stillingum í appinu: „bæta við ættingja“. Leiðbeiningar eru að finna undir Aðstoð í Völuappinu.

Hérna er hægt að fá nánari upplýsingar um virkni smáforritsins ásamt vefslóðum til þess að hlaða niður appið.

https://vala.is/

https://apps.apple.com/us/app/vala-leiksk%C3%B3li/id1389133859

https://play.google.com/store/apps/details?id=com.valaapp&hl=en&gl=US

Lesa >>


Foreldrakönnun Sólborgar

Foreldrakönnun var lögð fyrir foreldra Sólborgar vorið 2021. 46 foreldrar svöruðu könnunni og var því svarhlutfallið 77%.

Heildaránægja með leikskólann er 4,6 af 5.

Þegar foreldrar voru spurðir um eftirfarandi þætti, var stiga skor Sólborgar þannig:

Barninu líður vel í leikskólanum 4,6

Tel barnið mitt vera öruggt 4,6

Vingjarnlegt andrúmsloft 4,6.

Við þökkum foreldrum kærlega fyrir þátttökuna í könnuninni. Stjórnendur Sólborgar stefna á halda og hækka meðaleinkunn þáttanna, ásamt því að auka svarhlutfall vorið 2022, þegar næsta könnun verður lögð fyrir.

Lesa >>


Skipulagsdagar Sólborgar skólaárið 2021-22

Kæru foreldrar. 

Starfsáætlun fyrir leikskólaárið 2021-22 er tilbúin og hann er hægt að finna og hlaða niður á vefsvæði Sólborgar (undir flipanum Leikskólinn - Stefna og starfsáætlun)

Hér gefur að líta áætlun Sólborgar um skipulagsdaga þetta skólaárið:

Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 – ½ dagur, fyrir hádegi

Mánudaginn 30. ágúst

Föstudaginn 12. nóvember – Sameiginlegur í hverfinu

Mánudaginn 3. janúar 2022 – Sameiginlegur í hverfinu

Mánudaginn 07. febrúar – Sameiginlegur með leikskólum í Reykjavík

Miðvikudaginn 16. mars

Miðvikudaginn 25. & föstudaginn 27. maí – Námsferð, frestuð frá vori’20

Föstudaginn 8. júlí  ½ dagur, eftir hádegi (Sólborg lokar kl. 12:30)

Með von um gott samstarf og ljúfar stundir,

Starfsfólk Sólborgar :)

Lesa >>


Nýr kennari í Sólborg

R._Sara_2.jpgRagnheiður Sara Valdimarsdóttir er nýr kennari í Sólborg. Hún hefur starfað í Hlíðaskóla í rúmlega tvo áratugi, ásamt því að hafa starfað nokkur sumur í leikskólum, þar á meðal Sólborg.

Ragnheiður Sara er döff og mun taka þátt í táknmálskennslu hér í Sólborg. Hún verður á Víðistofu fyrst um sinn, áður en hún flyst yfir á Reynistofu, þar sem táknmálsdeild næsta skólaárs verður staðsett.

Við bjóðum Ragnheiði Söru hjartanlega velkomna til okkar í Sólborg.

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Sólborg - Sími: 411 - 3480

Reynistofa:   GSM: 664-9011
Víðistofa:   GSM: 664-9017
Furustofa:   GSM: 664-9018
Birkistofa:   GSM: 664-9009
Lerkistofa:   GSM: 664-9008