Grænfáninn

Umhverfissáttmáli Sólborgar

Leikskólinn Sólborg starfar í umhverfismálum samkvæmt gildum umhverfisverndar. Markmið okkar er að börn og fullorðnir tileinki sér umhverfisvæna siði og taki ábyrgð á eigin hegðun í umhverfi sínu. Við leikskólann er starfandi umhverfisnefnd sem í sitja fulltrúar stjórnenda, foreldra, starsmanna og barna.

Leikskólinn Sólborg tekur mið af umhverfisvernd varðandi flokkun sorps, endurvinnslu, notkun efna, orku og vatns. Við nýtum umhverfið okkar til fræðslu.